Last Updated on October 14, 2020 by Ófeigur Friðriksson
Það er mjög áhugavert að velta fyrir sér af hverju söluþjálfun hefur ekki fest sig í sessi á meðal íslenskra fyrirtækja. Fyrir því geta auðvitað verið margar ástæður. Hér eru nokkur atriði sem ég hef tekið eftir hjá stjórnendum fyrirtækja sem ég hef verið í samskiptum við sem hindra það að þjálfun nái fótfestu, að minnsta kosti í sumum fyrirtækjanna:
- Margir stjórnendur átta sig ekki á því að söluþjálfun er menningarbreyting. Þar af leiðandi dugar ekki að halda stutt námskeið og ætlast til þess að sölutölur og þjónustus
- kor rjúki upp. En það er engu að síður oft gripið til þess að fara þá leið.
- Fjölmargir halda því líka fram að það sé nóg að fá utanaðkomandi aðila til að þjálfa fólkið í framlínunni. Þannig verða þeir sem eru að stýra sölunni, eins og sölustjórar, vakstjórar, verslunarstjórar og fleiri aðilar sem bera ábyrgð á sölunni, algjörlega stikkfrí. Svo heldur starfsmannaveltan áfram og söluþekkinginn hverfur.
- Það er líka mjög algengt viðhorfið að halda að af því einhver er titlaður “sölu”-eitthvað (sölumaður, söluráðgjafi, viðskiptastjóri o.s.frv.) að þá hljóti hann að geta selt. Sú er auðvitað ekki raunin og oft á tíðum eru kröfur til starfsmanna í þessum störfum annað hvort óljósar eða óraunhæfar.
- Fjölmargir stjórnendur fyrirtækja vita ekki möguleikana sem felast í því að hvað hægt er að gera með söluþjálfun. Til dæmis sá möguleiki að þjálfa þann aðila sem ber ábyrgð á sölunni til þess að verða sá söluþjálfari sem ýtir undir að vöxtur verður sjálfbær.
- Algengt er að þeir sem bera ábyrgð á sölunni séu með fjölmörg verkefni á sinni könnu sem hafa ekkert með sölu að gera, þannig er verið að nýta starfsfólk með einhverjum hætti og draga það í verkefni sem eru langt frá hefðbundinni starfslýsingu fyrir starfið.
Auðvitað eru fleiri atriði sem hafa áhrif á það að söluþjálfun, eða almenn þjálfun starfsfólks hefur ekki náð að festa sig í sessi á Íslandi. Það er hins vegar alveg ljóst að slík þjálfun skiptir sköpum bæði fyrir vöxt, aukna þjónustu og minnkandi starfsmannaveltu.