UM SPM

"Góður leiðtogi er sá sem fær aðra til að vaxa"

Um SPM söluþjálfun

Hæ, mig langar aðeins að segja frá upphafi og ástæðu þess að SPM –  söluþjálfun var stofnað í byrjun árs 2019.

Á árunum 2012 til 2019 starfaði ég hjá Alp hf bílaleigunni sem er leyfishafi fyrir AVIS, Budget, Payless og Zipcar.  

Árið 2014 var ég svo heppinn að vera sendur til Englands að læra SPM söluþjálfun hjá ABG (Avis Budget Group) og starfað við að þjálfa þá sem báru ábyrgð á sölu hjá fyrirtækinu með frábærum árangri.  Við náðum að verða söluhæsti leyfishafinn í aukasölu í heiminum, undirritaður var valinn sölustjóri ársins hjá leyfishöfum í heiminum, við margfölduðum sölu á innanlandsmarkaði og svona mætti lengi áfram telja.  Þessum árangri má fyrst og fremst þakka þeirri frábærru söluaðferðafræði sem SPM er og auðvitað frábæru samstarfsfólki.  

Eftir aðeins tvö ár í þessu starfi þá áttaði ég mig fljótlega á því að það mætti nýta þessa aðferðafræði hjá öllum fyrirtækjum á Íslandi, enda ljóst að söluþjálfun er eitthvað sem mörg fyrirtæki skortir sökum þess að mjög fáir sölustjórar fá raunverulega þjálfun og kennslu í því að þjálfa söluráðgjafa.  

Það varð því úr, að í lok árs 2018 fannst mér tímabært að fara að skoða möguleikana á því að fara í sjálfstæðan atvinnurekstur með söluþjálfun sem helstu áherslu.  Síðan þá hef ég unnið með fjölmörgum fyrirtækjum við þjálfun stjórnenda, þjálfun starfsfólks og haldið fjölda fyrirlestra um það hvernig við getum bætt okkar sölumenningu, eflt okkur sem söluráðgjafa og staðið uppi með virðisaukandi starfsfólk í því áskorandi umhverfi sem sölustörf eru.

 

Ófeigur Friðriksson