
FJÁRFESTU Í ÁRANGRI
11 ára reynsla af söluþjálfun, þjónustuþjálfun og ráðgjöf
Þínar áskoranir - mitt áhugamál
Engar áskoranir eru óyfirstíganlegar og oft getur verið gott að fá utanaðkomandi aðstoð til þess að efla sölustjóra eða söluteymi. Það er mjög algengt að söluteymi nái ekki að yfirstíga mjög einföld vandamál af því þau kunna ekki að taka á þeim, eins og til að mynda þegar eftirfylgni er engin eða er einfaldlega ekki að skila neinum árangri. Einnig er algengt að almennur undirbúningur fyrir samskipti sé lítill sem enginn sem gerir það að verkum að samtöl við viðskiptavini eru í afgreiðsluformi en ekki söluformi. Svona mætti lengi telja mjög algengar áskoranir sem hafa gífurlega áhrif á árangur.
Ekki hika við að hafa samband og saman getum við klárlega fundið lausnir á öllum þínum helstu áskorununum. Það er skemmtilegt, það er krefjandi, það skilar árangri.
Hvað segja viðskiptavinir?