Stjórnendaþjálfun, sölunámskeið, fyrirlestrar, netnámskeið og fleira

Þjónustan - hvað getum við gert saman?

"Sölumaður án eldmóðs er í raun bara afgreiðslumaður"

Stjórnendaþjálfun:

Markmið stjórnendaþjálfunar er að kenna stjórnendum (sölustjórum, vakstjórum, verslunarstjórum eða öðrum aðilum sem bera beina ábyrgð á sölu-og söluráðgjöfum)  að þjálfa söluráðgjafa við sín sölustörf.   Lögð er mikil áhersla á beina þjálfun, skipulag, eftirfylgni, endurgjöf og almennt skipulag við þjálfun á söluráðgjöfum þannig að báðir aðilar vita nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim í tengslum við sölu og þjónustu.

Stjórnendaþjálfun er mjög sjálfbær leið til þess að tryggja áframhaldandi vöxt innan fyrirtækisins sem um ræðir vegna þess að starfsmannavelta er minni á meðal stjórnenda en á meðal þeirra sem eru í beinum tengslum við viðskiptavini.  Þannig helst þekkingin innan fyrirtækisins og stjórnandi getur þjálfað nýtt fólk frá grunni þegar þess þarf.

Þjálfun söluráðgjafa:

Markmið með beinni þjálfun söluráðgjafa er að hjálpa þeim að ná tökum á grunnstoðum á sölu-og þjónustu.  

Þættir eins og mikilvægi eftirfylgni og hvernig hún getur skipt sköpum í starfi söluráðgjafans. 

Hvernig unnið er með neikvæða svörun viðskiptavinar og hvernig það smá sjá tækifæri í því þegar viðskiptavinur hafnar því að gera við okkur viðskipti (objection handling).   

Unnið er með hvernig markmið söluráðgjafans á alltaf að vera að hjálpa viðskiptavininum að taka upplýsta ákvörðun þegar hann gerir viðskipti við okkur.   

Farið er í þjálfun á framkomu og af hverju það skiptir máli að við leggjum okkur alltaf fram í öllum samtölum.   

Hvað þýðir það að viðskiptavinur tekur ákvörðun á fyrstu 3 – 7 sekúndunum hvort hann hefur áhuga á að gera við okkur viðskipti? 

Hvernig vinnum við með líkamstjáningu?   

Að brjóta upp vanann og taka upp nýja starshætti.   

Af hverju skiptir skipulag máli?

Þurfum við að brosa ef við tökum upp símann og hringjum í mögulegan viðskiptavin? 

Af hverju skiptir skipulag í samtalstækni máli?

Og margt fleira.

Sölunámskeið:

Sölunámskeið eru byggð upp á gagnvirku fyrirlestraformi þar sem farið er yfir helstu grunnþætti í sölu og þjónustu.  Þátttakendur þurfa að vera reiðubúnir til þess að taka mjög virkan þátt í kennslunni þar sem farið er djúpt í þætti eins og samskipti við viðskiptavini og gerðar æfingar.

Sölunámskeiðin eru mjög lifandi og skila þar af leiðandi mjög góðum árangri þar sem söluráðgjafar fá beina þjálfun og eru virkir þátttakendur í námskeiðinu.

Frábært námskeið sem kveikir neista í söluráðgjöfum. 

Fyrirlestrar:

Fyrirlestrarnir hafa vakið þó nokkra athygli þar sem farið er djúpti í stöðumat þeirra sem vinna við sölu.  Söluráðgjafar læra að horfa inná við og velta fyrir sér hvar þeir eru staddir og hvar þeir geta bætt sig. 

Fjallað er um þær afsakanirnar sem söluráðgjafar nota þegar þeir ná ekki árangri og af hverju þessar afsakanir verða til.  Talað er um hvernig við getum brotið upp vanann sem við erum oft föst í,  í okkar daglegu störfum.  Fjallað eru um hugarfarið sem við í raun stjórnum sjálf en leyfum alltof oft ytri aðstæðum að ráða því hvernig viðhorfið okkar er.

Farið er yfir tölfræðilegar staðreyndir um það af hverju söluráðgjafar eru í raun lélegir söluráðgjafar sem er kveikjan af því að í sumum viðskiptum borgar sig frekar að láta gervigreind vera í beinum samskiptum við viðskiptavini heldur en lifandi söluráðgjafa. 

Farið er yfir undirbúning samskipta og sýnt framá að skortur á góðum undirbúningi er ástæða þess að við erum ekki að loka.

Fjöllum um hver lykillinn er til þess að breyta þessu ásamt fjölmörgum fleiri þáttum sem snúa að söluráðgjöf.

Markmið fyrirlestrana er að vekja bæði söluráðgjafa og stjórnendur til umhugsunar um að árangur í sölu á sér engin takmörk ef verkefnin eru unnin af ástríðu, festu og metnaði.

Netnámskeið:

Netnámskeiðin eru sérstaklega hönnuð fyrir söluráðgjafa með það að markmiði að efla þá í grunnstoðum sölumennskunnar. 

Farið er sérstaklega í þætti eins og framkomu hvort sem um er að ræða í síma eða í beinum samskiptum.  Samskiptatækni, eftirfylgni, undirbúning fyrir samtöl við viðskiptavini, hvernig hjálpa megi viðskiptavinum að taka upplýsta ákvörðun þegar þeir gera viðskipti við okkur,  læra að vinna með virka hlustun sem nýtist þeim í því að skilja þarfir viðskiptavina, byggja upp traust í samskiptum við viðskiptavini, yfirstíga höfnun (objection handling), vinna með hrósin, byggja upp skipulag, brjóta upp vanann og margt fleira.

Hentar frábærlega fyrir stærri og smærri fyrirtæki og stofnanir.

Söluráðgjafar geta tekið námskeiðið á þeim hraða sem þeim hentar.