Stjórnendaþjálfun, sölunámskeið, fyrirlestrar, netnámskeið og fleira

Þjónustan

"Sölumaður án eldmóðs er í raun bara afgreiðslumaður"

Stjórnendaþjálfun:

Markmið stjórnendaþjálfunar er að kenna stjórnendum (sölustjórum, vakstjórum, verslunarstjórum eða öðrum aðilum sem bera beina ábyrgð á sölu-og söluráðgjöfum)  að þjálfa söluráðgjafa við sín sölustörf.   Lögð er mikil áhersla á beina þjálfun, skipulag, eftirfylgni, endurgjöf og almennt skipulag við þjálfun á söluráðgjöfum þannig að báðir aðilar vita nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim í tengslum við sölu og þjónustu.

Stjórnendaþjálfun er mjög sjálfbær leið til þess að tryggja áframhaldandi vöxt innan fyrirtækisins sem um ræðir vegna þess að starfsmannavelta er minni á meðal stjórnenda en á meðal þeirra sem eru í beinum tengslum við viðskiptavini.  Þannig helst þekkingin innan fyrirtækisins og stjórnandi getur þjálfað nýtt fólk frá grunni þegar þess þarf.

Þjálfun söluráðgjafa:

Markmið með beinni þjálfun söluráðgjafa er að hjálpa þeim að ná tökum á grunnstoðum á sölu-og þjónustu.  

Þættir eins og mikilvægi eftirfylgni og hvernig hún getur skipt sköpum í starfi söluráðgjafans. 

Hvernig unnið er með neikvæða svörun viðskiptavinar og hvernig það smá sjá tækifæri í því þegar viðskiptavinur hafnar því að gera við okkur viðskipti (objection handling).   

Unnið er með hvernig markmið söluráðgjafans á alltaf að vera að hjálpa viðskiptavininum að taka upplýsta ákvörðun þegar hann gerir viðskipti við okkur.   

Farið er í þjálfun á framkomu og af hverju það skiptir máli að við leggjum okkur alltaf fram í öllum samtölum.   

Hvað þýðir það að viðskiptavinur tekur ákvörðun á fyrstu 3 – 7 sekúndunum hvort hann hefur áhuga á að gera við okkur viðskipti? 

Hvernig vinnum við með líkamstjáningu?   

Að brjóta upp vanann og taka upp nýja starshætti.   

Af hverju skiptir skipulag máli?

Þurfum við að brosa ef við tökum upp símann og hringjum í mögulegan viðskiptavin? 

Af hverju skiptir skipulag í samtalstækni máli?

Og margt fleira.

Sölunámskeið:

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua. Ut enim ad minim veniam, quis nostrud exercitation ullamco la nisi ut aliquip.

Fyrirlestrar:

Fyrirlestrarnir hafa vakið þó nokkra athygli enda er töluð hrein íslenska um þau vandamál sem söluráðgjafar glíma við í þeirra daglegu störum, þeir sjálfir! 

Fjallað er um þær afsakanirnar sem söluráðgjafar nota þegar þeir ná ekki árangri og af hverju þessar afsakanir verða til.  Talað er um hvernig við getum brotið upp vanann sem við erum oft föst í,  í okkar daglegu störfum.

Farið er yfir tölfræðilegar staðreyndir um það af hverju söluráðgjafar eru í raun lélegir söluráðgjafar sem er kveikjan af því að í sumum viðskiptum borgar sig frekar að láta gervigreind vera í beinum samskiptum við viðskiptavini heldur en lifandi söluráðgjafa. 

Fjöllum um hver lykillinn er til þess að breyta þessu ásamt fjölmörgum fleiri þáttum sem snúa að söluráðgjöf.

Markmið fyrirlestrana er að vekja bæði söluráðgjafa og stjórnendur til umhugsunar um að árangur í sölu á sér engin takmörk ef verkefnin eru unnin af ástríðu, festu og metnaði.

Netnámskeið:

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua. Ut enim ad minim veniam, quis nostrud exercitation ullamco la nisi ut aliquip.