Hvað segja meðmælendur?
"Framkvæmdu og þú munt vinna marga sigra - búðu til afsakanir og þú munt oftast tapa"
Fyrir SPM söluþjálfun er orðsporið gífurlega mikilvægt, þess vegna leggjum við okkur fram við að tryggja að árangur náist af þeim verkefnum sem liggja fyrir hverju sinni
"Við hjá Thrifty bílaleigu fengum SPM ráðgjöf og þjálfun til að efla enn frekar sölu fylgiþjónustu til erlendra ferðamenn sem leigja bíla hjá Thrifty. Við settum markið hátt en við vildum bæði ná þeim árangri að halda stöðu okkar sem besta bílaleigan í Keflavík en um leið selja viðskiptavinum okkar meiri þjónustu án þess að það yrði gert með ýtinni sölumennsku. Það tókst með eindæmum vel, og ákváðum við að taka verkefnið líka yfir í Brimborg"
Egill Jóhansson
Forstjóri/CEO
"During our time working together, Ófeigur led the charge at Avis Iceland. His urgency and relationship building skills allow him to lead change quickly and he has a knack of intelligently articulating a message to gain followers in his cause. He is a skilled negotiator, he demonstrates resilience on a daily basis and is not afraid to get 'hands on' in a front line operation to drive service and sales. Ófeigur can connect with any level at a company and he is someone you just want to work with and for. I would work with him again if I had the chance"
Mike Ellis
Licensee Manager ABG, Northern Central Europe & Zipcar
"Við fengum Ófeig hjá SPM söluráðgjöf til að halda kynningu fyrir söludeildina okkar. Hann kom með frábæra vinkla á sölustarfið og vann þétt með einum af sölustjórunum við ákveðið verkefni. Samstarfið gekk virkilega vel og fyrirlesturinn var klár “eye opener” fyrir sölumennina.
Ég get því hiklaust mælt með SPM söluráðgjöf fyrir teymið þitt, sérstaklega ef söluferlið gæti verið vel skilgreint en er það ekki".
Vésteinn Gauti Hauksson
Framkvæmdastjóri Billboard
"Ófeigur tók við sem "Sales Performance Manager" hjá Alp hf í mars 2014 og þurfti ekki bara að taka það verkefni að þjálfa upp stjórnendur heldur þurfti líka að gjörbreyta sölumenninguni í fyrirtækinu. Það tókst það vel að Ísland varð leiðandi í sölu hjá öllum leyfislöndum ABG (AVIS - BUDGET - GROUP) og fljótlega var Ófeigur valinn sölustjóri ársins á heimsvísu. Með SPM reynsluna í farteskinu tók Ófeigur við sölustjórn yfir innanlandsmarkaði, nýtti þjálfunarreynsluna og fljótlega fór fyrirtækið að skila inn meiri tekjum og þjónustustigið jókst"
Vilhjálmur Sigurðsson
Eigandi Hótel Kría og Hótel Laxá
Fyrrum framkvæmdastjóri og eigandi Alp hf
Fyrrum framkvæmdastjóri og eigandi Alp hf
"Við hjá Olís höfum farið í gegnum mörkunarvinnu sem snýr að endurnýjun heildarásýndar vörumerkis Olís þar sem unnið er að vörumerkinu sjálfu, ásýnd stöðva, markaðsefnis og heildar yfirbragðs Olís. Stór þáttur í vinnunni er að sameiginleg ásýnd og upplifun verði á öllum starfsstöðvum félagsins þar sem mannlegi þátturinn skiptir miklu máli í samræmdri upplifun viðskiptavina á þjónustu og sölu. Ófeigur hjá SPM hjálpaði okkur að setja upp þjálfun og eftirlit með verslunarstjórum til þjálfunar á framlínufólki sem snéri að tvennu, aðferðarfræði við tengisölu hjá starfsfólki í framlínu sem og samræmi í framkomu og þjónustu framlínustarfsmanna. Þjálfunin gekk vel og sást strax árangur í tengisölu og framkomu starfsmanna. Í kjölfarið útbjó Ófeigur prógram fyrir okkur til þjálfunar og eftirfylgni á tengisölu og þjónustu framlínustarfsfólks og ásamt mælingum á þjálfun þeirra. Reynsla Ófeigs og þekking á þjónustu – og tengisölumálum er mikil og gagnast okkur vel í umbreytingarferli vörumerkis Olís"
Jón Árni Ólafsson
Sviðsstjóri smásölusviðs Olís
Fyrir SPM söluþjálfun er orðsporið gífurlega mikilvægt, þess vegna leggjum við okkur fram við að tryggja að árangur náist af þeim verkefnum sem liggja fyrir hverju sinni